Sigurður Orri sækist eftir 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi
Ég hef lýst yfir framboði í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég lít á það sem nauðsyn að Samfylkingin verði að styrkja sig í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Ég tel að ég sé rétti maðurinn vegna þess að ég hef óbilandi baráttugleði og sannfæringu fyrir því hvað þarf að gera í Samfylkingunni og fyrir samfélagið.
Við í Samfylkingunni þurfum að vera sýnileg og kjarkmikil í okkar helstu baráttumálum sem eru mannúð og jöfnuður, en aðallega þarf einfaldlega meira fjármagn í grunnstoðirnar okkar, mennta- og heilbrigðiskerfin. Það er ekki hægt að fela sig á bak við lítið fjármagn í kreppu og svo líka sleppa því að setja meira fjármagn í kerfin í góðæri – þegar hægri menn eru við völd verður aldrei veitt nógu í velferð.
Það er erfitt að bjóða sig fram gegn sitjandi þingmanni, ég geri mér fulla grein fyrir því. En ég met það svo að til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að stækka þá verði hún að bjóða fram nýtt fólk með ferska framsetningu, ferskar hugmyndir og kjark til þess að láta í sér heyra. Þó ég þekki þingmann okkar í kjördæminu af góðu, er hann frekar langþreyttur til vandræða og hefur ekki skapað sér nafn á þeim 248 dögum sem hann hefur setið á Alþingi. Ég lít svo á að 6% fylgi okkar í kjördæminu síðast sé ákall á breytingar, ekki ákall á sama lista.
Til þess að geta gert þetta þá þarf ég hjálp frá jafnaðarmönnum í hvaða formi sem hún býðst. Allir mega deila þeim póstum frá mér sem ykkur finnast vera góðir, en sérstaklega vil ég hvetja þá sem eiga lögheimili í NV kjördæmi að skrá sig og mæta á kjördæmisþingið á sunnudaginn í Bjarkalundi. Þetta er dauðafæri, það þarf alls ekki það marga til þess að eiga möguleika á raunverulegum breytingum.
Til þess að fá sæti á kjördæmisþinginu hafið þá samband við formann ykkar svæðis fyrir föstudaginn. Þeir eru hér að neðan:
Valgarður Lyngdal Jónsson Akranesi valgarduz@gmail.com
8970547
Inga Björk Bjarnadóttir Borgarnesi ingabbjarna@gmail.com
6969645
Garðar Svansson Grundarfirði gardar68@simnet.is
6621709
Lína Björg Tryggvadóttir Ísafirði lina@vestfirdir.is
8597870
Guðrún Eggertsdóttir Patreksfirði Gudrun130@simnet.is; gudrun@oddihf.is
8430580
Arnlín Þuríður Óladóttir Hólmavík arnlin@snerpa.is
8651399
Magnús Vignir Eðvaldsson Hvammstanga magnusedvalds@hunathing.is
8917865
Oddný María Gunnarsdóttir Blönduósi omg@simnet.is
8961813
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Varmahlíð greta.sjofn.gudmundsdottir@skagafjordur.is
8994166
Ef þið eruð til í að taka þátt í baráttunni, hafið þá samband við mig í síma 8487952 eða á Facebook. Tíminn er naumur. Kjósum breytingar í Norðvesturkjördæmi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.