Sigur hjá 3 fl. kvenna
3. fl. kvenna vann örugglega á Akureyri og lögðu Þór2, 1 - 5
Leikurinn byrjaði í jafnvægi þar sem bæði lið voru varkár og fylgdust með hvort öðru. En eftir u.þ.b. 10 mín. leik slapp Sara ein í gegnum vörn Þórsara og setti boltann fram hjá markverði þeirra og staðan 1-0.
Eftir markið tóku okkar stelpur völdin á vellinum og áttu nánanst allan fyrri hálfleikinn. Bryndís í markinu þurfti aðeins einu sinni í fyrri hálfleik að taka á honum stóra sínum og varði þá frábærlega með vel útfærðu úthlaupi.
Okkar stelpur bættu þremur mörkum við í fyrri hálfleik og örugg 4 - 0 forusta var í hálfleik. Það voru þær Hildur, Sara og Bryndís Rún sem skoruðu mörkin.
Í seinni hálfleik jafnaðist leikurinn aftur og Þórsararnir voru greinilega staðráðnar í að minnka muninn því sóknarþungi þeirra jókst mikið fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Og það bar árangur hjá þeim því þær náðu að setja mark eftir frekar lélegan varnarleik okkar stelpna.
En eins og sönnum köppum sæmir þá tóku þær leikinn aftur í sínar hendur og settu mark strax í kjölfarið og þar var Hildur á ferðinni. Staðan orðin 1 - 5 og leikurinn þannig séð búinn.
Okkar stelpur vörðu fengin hlut mjög vel eftir það og voru nokkrum sinnum nálægt því að bæta enn við en leikurinn fjaraði út og frábær sigur staðreynd og þar með 4 stig komin í hús í deildinni.
/tindastoll.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.