Siglingaklúbburinn fær nafnið Drangey
Stofnfundur siglingaklúbbs í Skagafirði var haldinn á þriðjudagskvöldið 5. maí s.l. í Húsi Frítímans. Vel var mætt á fundinn og 32 stofnfélagar skráðir í klúbbinn sem í framtíðinni mun bera nafnið Drangey.
Ljóst er að mörg verkefni bíða félagsins og var skipað í nefndir til að hrinda þeim í framkvæmd. Þá er helst að nefna húsnæðismál og koma bátasmíði í gang en áætlað er að klúbbfélagar eigi kost á því að smíða sér báta. Á fundinum sagði ungur siglingakappi, Ásgeir Gústavssn, frá óvæntri fermingargjöf sem hann fékk frá foreldrum sínum en það var einmitt Optimist bátur sem faðir hans hafði smíðað.
Fram kom að klúbburinn stefnir að því að vera með siglinganámskeið í sumar 22. - 26. júní og það síðara 29. júní -3. júlí. Einnig er ætlunin að senda aðila á þjálfaranámskeið í Reykjavík 22. - 24. maí og þeir sem hafa áhuga á því er hvattir til að hafa samband við formann klúbbsins.
Mikill hugur er í siglingarmönnum því að strax að loknum námskeiðum í sumar verða æfingabúðir á Akureyri 5. -8. júlí í umsjón siglingaklúbbsins Nökkva og hugsanlega verða einhverjir Drangeyingar þar.
Á Unglingalandsmóti sem haldið verður á Sauðárkróki í sumar er stefnt að því að vera með eitthvað tengt siglingum.
Í stjórn voru kjörnir: Jakob F. Þorsteinsson (formaður), Hallbjörn Björnsson (til tveggja ára), Ingvar Páll Ingvarsson (til eins árs), Hjördís E. Guðjónsdóttir (til eins ára) og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir (til tveggja ára).
Húsnefnd: Viggó Jónsson, Jakob F. Þorsteinsson og Kári Árnason
Bátanefnd: Ingvar Páll, Þorsteinn Broddason, Hallbjörn Björnsson, Kári Árnason, Hjördís E. Guðjónsdóttir og Gústav F. Bentsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.