Siglingaklúbburinn fær nafnið Drangey

Frá siglinganámskeiði 2008

Stofnfundur siglingaklúbbs í Skagafirði var haldinn á þriðjudagskvöldið 5. maí s.l. í Húsi Frítímans. Vel var mætt á fundinn og 32 stofnfélagar skráðir í klúbbinn sem í framtíðinni mun bera nafnið Drangey.

 

 

 

 

 

Ásgeir segir stendur hjá fermingargjöfinni óvæntu

Ljóst er að mörg verkefni bíða félagsins og var skipað í nefndir til að hrinda þeim í framkvæmd. Þá er helst að nefna húsnæðismál og koma bátasmíði í gang en áætlað er að klúbbfélagar eigi kost á því að smíða sér báta. Á fundinum sagði ungur siglingakappi, Ásgeir Gústavssn, frá óvæntri fermingargjöf sem hann fékk frá foreldrum sínum en það var einmitt Optimist bátur sem faðir hans hafði smíðað.

 

 

 

 

Vel var mætt  á fundinn

Fram kom að klúbburinn stefnir að því að vera með siglinganámskeið í sumar 22. - 26. júní og það síðara 29. júní -3. júlí. Einnig er ætlunin að senda aðila á þjálfaranámskeið í Reykjavík 22. - 24. maí og þeir sem hafa áhuga á því er hvattir til að hafa samband við formann klúbbsins.

 

 

 

 

Jakob Frímann Þorsteinsson formaður siglingaklúbbsins Drangeyjar

Mikill hugur er í siglingarmönnum því að strax að loknum námskeiðum í sumar verða æfingabúðir á Akureyri 5. -8. júlí í umsjón siglingaklúbbsins Nökkva og hugsanlega verða einhverjir Drangeyingar þar.

 

 

 

 

Á Unglingalandsmóti sem haldið verður á Sauðárkróki í sumar er stefnt að því að vera með eitthvað tengt siglingum.

 

 

Stjórn ásamt yngstu klúbbfélögunum

Í stjórn voru kjörnir: Jakob F. Þorsteinsson (formaður), Hallbjörn Björnsson (til tveggja ára), Ingvar Páll Ingvarsson (til eins árs), Hjördís E. Guðjónsdóttir (til eins ára) og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir (til tveggja ára).

 

 

 

Húsnefnd: Viggó Jónsson, Jakob F. Þorsteinsson og Kári Árnason

Bátanefnd: Ingvar Páll, Þorsteinn Broddason, Hallbjörn Björnsson, Kári Árnason, Hjördís E. Guðjónsdóttir og Gústav F. Bentsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir