Sigið í Drangey
Drangeyjarfélagið hefur haft það að markmiði að viðhalda gömlum hefðum við Drangey. S.l. laugardag fóru 10 manns út í ey til að síga eftir eggjum. Upp úr krafsinu höfðu þeir um 600 svartfuglsegg.
-Því miður var megnið af eggjunum stropað svo hugsanlega verður farið aftur fljótlega til að ná nýjum eggjum þar sem hreinsað var síðast, segir Ásta Birna Jónsdóttir ein af þeim sem alist hefur upp við Drangeyjarferðir frá unga aldri og þekkir vel til á eynni. -Þeir sunnan menn sem komu voru rasandi yfir búnaðnum sem notaður er, fannst vera kominn tími til að ,,uppgreita“ hann. En þetta hefur dugað svona í öll þessi ár og hlýtur að lufsast í nokkur ár í viðbót.
Mynd af Ástu, þar sem hún er á bjargbrúninni og tvær „kerlingar“ henni til aðstoðar, tók Gunnar Sigurðsson. Aðrar myndir tók Eyþór Gunnarsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.