Síðasti söludagur bleiku slaufunnar

Bleika-slaufanÍ dag lýkur söluátki Krabbameinsfélags Íslands á bleiku slaufunni. Árveknisátak um brjóstakrabbamein stendur engu að síður  út októbermánuð. Sala bleiku slaufunnar hefur gengið vel en þó má enn kaupa slaufuna á sölustöðum víðs vegar um landið.
Það er skartgripahönnuðurinn Sif Jakobs sem hannaði slaufuna. Sif rekur eigin skartgripalínu í Danmörku og selur hönnun sína víða um heim. Þá hefur hún unnið fyrir heimsþekkta hönnuði og er aðalhönnuður eins stærsta skargripafyrirtækis Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir