Síðasti séns að skella sér á Kraft!!
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
13.10.2009
kl. 11.56
Rétt um 1000 manns hafa séð heimildarmyndina ,,Kraftur - Síðasti spretturinn" eftir Árna Gunnarsson sem sýnd er í Kringlubíói syðra.
Nú fer hver að verða síðastur til að sjá þessa frábæru heimildarmynd í kvikmyndahúsi en aðeins tvær sýningar eru eftir, sú fyrri í kvöld klukkan 20.00 og hin síðari á fimmtudag einnig klukkan 20.00.
Myndin hefur fengið mjög góða dóma, og má lesa samantekt af kvikmyndagagnrýni HÉR . Meðal annars fékk myndin 4 stjörnur á Rás 2.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.