Síðasti heimaleikur fyrir jól

Rikki er kominn í jólaskap. Mynd Hjalti Árnason

Tindastóll leikur síðasta leik sinn í Iceland Express deildinni í kvöld þegar Fjölnismenn koma í heimsókn. Um afar mikilvægan leik er að ræða hjá liðinu, en með sigri skera þeir sig nokkuð frá fallsætunum og geta haldið þokkalega sáttir í jólafríið.

Leikurinn hefst kl. 19.15 að venju. Yngstu iðkendurnir í míkróbolta, 1. – 2. bekk, munu fylgja leikmönnum í leikmannakynningunni og 10. flokkur drengja verður í yngriflokkakynningunni í hálfleik. Til skemmtunar verða auk þess skotleikir.

Strákarnir þurfa á góðum stuðningi að halda og eru héraðsbúar hvattir til að fjölmenna og taka jólaskapið með sér og skapa skemmtilega stemningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir