Sex starfsmenn og fjöldi iðnaðarmanna á Sögusetri
Sögusetur íslenska hestsins hlaut stuðning til að ráða í fjögur sumarstörf 18 ára og eldri og eitt sumarstarf 18 ára og yngri í vinnumarkaðsaðgerðum Félags- og tryggingarmálaráðuneytisins og Vinnumálastofununar.
Ef tekst að ráða í störfin er því útlit fyrir alls 6 störf á Sögusetrinu í sumar við margvísleg verkefni, auk fjölda iðnaðarmanna, sýningahönnuðar, listamanna og annarra sem koma að endurgerð gamla hesthússins og uppsetningu fyrsta hluta sýningar um íslenska hestinn.
Sumarstörfin sem um ræðir felast m.a. í fjölbreyttri vinnu við uppsetningu sýningar, skönnun og skráningu ljósmynda, átaki í söfnun heimilda, uppsetningu Orðfáks sem er orða- og alfræðiorðabók um íslenska hestinn, þýðingum, söfnun muna og uppsetningu hestaleikhússins, aðstoð við stofnun Hollvinasamtaka Sögusetursins, undirbúningi fyrir Landsmót hestamanna, móttöku gesta og margt, margt fleira. Útlit er því fyrir skemmtilegt sumar á Sögusetrinu og engin hætta á að starfsfólk verði verkefnalaust.
/sogusetur.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.