Sex safnastyrkir á Norðurland vestra
Á árinu 2023 hefur menningarráðherra að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað alls 209.510.000 krónum úr safnasjóði. Úr aðalúthlutun safnasjóðs 2023 í febrúar voru veittar 153.010.000 krónur en veittur var 101 styrkur til eins árs að heildarupphæð 136.510.000 kr. til 50 styrkþega. Sex umsóknir af Norðurlandi vestra fengu styrki.
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna sótti um styrk vegna skráningarverkefna í flokknum skráning – almenn og hlaut styrk að upphæð kr. 2.500.000.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hlaut tvo styrki; kr. 1.250.000 vegna skráningar - myndskráningar í flokknum skráning – almenn og kr. 700.000 vegna nýrrar heimasíðu.
Þá fékk Byggðasafn Skagfirðinga þrjá styrki; vegna stafrænnar hljóðleiðsagnar um Glaumbæ að upphæð kr. 2.500.000, vegna umsóknar sem kallast safn og samfélag að upphæð kr. 1.500.000 og loks umsókn í flokki skráningar – almennrar sem kallast Heildaryfirsýn yfir safnkost og þar nam styrkurinn kr. 1.400.000.
Veittir voru fimm öndvegisstyrkir til viðurkenndra safna sem skiptast svo; fyrir árið 2023 kr. 16.500.000, fyrir árið 2024 kr. 21.500.000 og fyrir árið 2025 kr. 11.500.000. Heildarupphæðin fyrir allan styrktímann er 49.500.000 kr. Úthlutanir fyrir árin 2024 og 2025 eru veittar með fyrirvara um fjármögnun safnasjóðs.
Meginhlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.
Heimild: Safnaráð.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.