Séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup er látinn
Séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup lést á Akureyriaðfaranótt laugardags, á 90. aldursári. Sigurður var sóknarprestur á Grenjaðarstað í Aðaldal frá 1944-1986 og síðar vígslubiskup Hólastiftis.
Séra Sigurður var fæddur á Naustum við Akureyri, 16. apríl 1920. Hann lauk guðfræðiprófi 1944 og var vígður til prestsþjónustu 18. júní það ár. Sigurður var prófastur Þingeyjarprófastsdæmis 1957-1958 og 1962-1986, vígslubiskup Hólastiftis hins forna 1981-1991 og aftur frá ársbyrjun 2002 þar til um mitt ár 2003.
Sigurður var fyrsti vígslubiskupinn sem setið hafði á Hólum. Hann þjónaði einnig um tíma sem settur biskup Íslands og settur vígslubiskup í Skálholtsumdæmi.
Eiginkona Sigurðar til sexíu ára var Aðalbjörg Halldórsdóttir frá Öngulsstöðum í Eyjafirði, fædd 21. maí 1918. Hún lést árið 2005.
Þau Sigurður og Aðalbjörg eignuðust fimm börn; Steinunni Sigríði, Þorgerði, sem er látin, Halldór, Guðmund og Ragnheiði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.