Seldu dót til styrktar Þuríðar Hörpu

Jakob Frímann Þorsteinsson, Vanda Sigurgeirsdóttir og börn þeirra Þorsteinn Munu, Þórdís og Gunnar héldu á dögunum heilmikli bílskúrssölu en fjölskyldan er að flytja til Reykjavíkur þar sem þau fara í minna húsnæði og því ekki pláss fyrir allt dótið. –Það er náttúrulega pínu bilun hvað maður getur safnað af dóti ég átti til dæmis 18 bakpoka en ég er bara með eitt bak, sagði Jakob í samtali við Feyki.is.

 Bakpokar, bækur, seríur, fatnaður pottar og allt milli himins og jarðar var selt á sölu fjölskyldunnar og rann góssið út eins og heitar lummur á lummudögum. Ágóðinn vel yfir 40 þúsund krónur var síðan settur í forláta kassa og mættur börnin þrjú ásamt Alexöndru vinkonu sinni, aðstoðarkonu og framtíðar íbúa gamla heimilis þeirra, í Nýprent þar sem þau færðu Þuríði Hörpu ágóðann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir