Segway hjól frá Léttitækni til Eyja
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
29.05.2010
kl. 16.21
Léttitækni ehf afhenti í dag 10 stk Segway hjól til SegVeyja ehf sem verða með leigu á Segway hjólum í sumar í Vestmannaeyjum. Þetta er stærsta einstaka salan á Segway á Íslandi frá upphafi.
Nú er komin rúmlega þriggja ára reynsla á Segway á Íslandi og hafa þau staðist allar væntingar sem áreiðanlegur, umhverfisvænn og skemmtilegur ferðamáti, að sögn Jóns Guðmanns Jakobssonar hjá Léttitækni. Hjólin verða í Smáralindinni í dag og getur hver sem er komið og prófað.
Sjá nánar á kaninn.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.