Sauðfjárslátrun lokið hjá SAH
Haustslátrun sauðfjár hjá SAH Afurðum ehf. er nú lokið. Slátrað var rúmlega 91 þúsund fjár og var meðalvigt um 15.9 kg. Þetta er svipaður fjöldi og verið hefur undanfarin ár.
Vertíðin gekk í alla staði mjög vel og stóðu starfsmenn sig með mikilli prýði. Tíðarfar var að mestu hagfellt þannig að flutningar gengu vel og engin áföll urðu í flutningum. Nú um helgina fækkar íbúum Blönduós um ríflega 60 þegar erlendir starfsmenn hverfa til síns heima eftir vel heppnaða dvöl á Blönduósi eins og segir á heimasíðu SAH.
Sauðfjárslátrun verður hjá SAH Afurðum þann 11. Nóvember og þeir sem hafa hug á að nýta þennan dag eru hvattir til að hafa samband við sláturhússtjóra sem fyrst í síma 8962280.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.