Sauðárkrókshöfn með heimasíðu
Fyrir skömmu opnaði Sauðárkrókshöfn nýja og glæsilega heimasíðu á Netinu. Margar skemmtilegar og fræðandi upplýsingar eru á síðunni auk frétta af skipum og lönduðum afla.
Í nýjustu fréttum segir að rækjuskipið Hallgrímur BA 77 hafi komið á þriðjudaginn og landað rækju fyrir FISK Seafood rækjuvinnsluna á Grundarfirði og er meiningin að þeir veiði fyrir vinnsluna í sumar að minnsta kosti. Einhverjir byrjunarörðuleikar virðist hafa hrjáð skip og áhöfn þar sem skipið hefur legið í Reykjavíkurhöfn í 5 ár.
Á síðunni er einnig að finna skemmtilega veðurstöð þar sem veðrið er tekið á höfninni og samkvæmt henni er veðrið núna kl. 15:30; NNA 7.2 m/s og hitinn 8°C. Lægst fór hitinn í 2°C kl. 01:35 í nótt en hæst komst hitinn í 8° kl. 14:43 í dag.
Slóðin er http://hafnir.skagafjordur.is/
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.