Samstaða vill aðgerðir stjórnvalda strax

hestar_i_hagaÁ stjórnarfundi Stéttarfélagsins Samstöðu 22. september síðastliðinn var gerð ályktun þar sem krafist er aðgerða ríkisstjórnar og að skjaldborg heimilanna verði að veruleika.

 

Ályktun Stéttarfélagsins Samstöðu hljómar svo:
Íslenskar fjölskyldur eru orðnar langeygar eftir aðgerðum stjórnvalda sem sögðust myndu slá skjaldborg um heimilin í landinu. Efnahagshrunið  hefur leikið mörg heimili   grátt fjárhagslega, þau eru mörg svo skuldsett að fólk sér enganvegin til lands þótt það berjist af öllum kröftum til að standa við sínar skuldbindingar.  

 

Ríkisstjórnin og bankarnir hafa  gripið til ýmissa aðgerða til að mæta fjárhagserfiðleikum heimilanna en þær aðgerðir hafa ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast . Almenningur í landinu hefur orðið að þola launaskerðingu, atvinnumissi og stórauknar álögur.  Allar forsendur fólks til að greiða af lánum vegna kaupa á húsnæði, bílum eða öðru  eru  algerlega brostnar.  Það er því forgangsmál að gripið verði til aðgerða sem forða fólki og heimilum frá gjaldþroti og niðurbroti,  aðgerða sem byggja á sanngirni og réttlæti.

 
Það er óþolandi að fólk sem eru svo skuldsett að  það getur ekki risið undir lánum sínum , vegna aðgerða frjálshyggju-ræningjanna og aðgerðaleysis stjórnvalda,  sé  saklaust dæmt óreiðufólk,  Það verður engin sátt um  annað en fundin verði leið til að létta byrðar íslenskra heimila.  Við viljum að skjaldborgin verði að veruleika

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir