Samstaða ályktar um réttindi atvinnulausra
Atvinnuleysisbætur eru mikilvæg réttindi launafólks og þær eru til komnar vegna langrar baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Hér á landi hefur ungt folk sem orðið er 16 ára notið allra réttinda í stéttarfélögum, í lífeyrissjóðum, hjá atvinnuleysistryggingum, í sjúkra og fræðslusfóðum o.s.frv., í samræmi við þáttöku sína á vinnumarkaði.
Þær hugmyndir sem félagsmálaráðherra hefur kynnt um skerðingar á bótarétti ungs fólks eru í algerri andstöðu við grundvallarregluna um áunninn rétt.
Það er alvarlegt ef stjórnvöld ætla þannig að mismuna fólki og brjóta á því mannréttindi, sá hópur ungs fólks sem um ræðir hefur áunnið sér réttindin hvort sem það býr í heimahúsum eða ekki.
Verður næst farið að borga fólki minni bætur ef það býr í eigin húsnæði ?
Stéttarfélagið Samstaða hafnar alfarið hugmyndum félagsmálaráðherra um að taka út einn hóp þeirra sem eru án atvinnu og skerða bætur hans. Það er mikið óréttlæti og myndi ekki skila hagnaði fyrir neinn. Stjórnvöld verða að setja meira fjármagn til virkra vinnumarkaðsaðgerða sem hjálpa fólki gegnum það mikla böl sem atvinnuleysi er fyrir þá sem fyrir því verða.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.