Sameiningu sýslumannsembætta frestað
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.10.2009
kl. 08.41
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að fresta áður fyrirhugaðri fækkun sýslumannsembætta en til stóð að fækka embættum niður í sjö um komandi áramót. Það hefði þýtt að sýslumannsembættin á Sauðárkróki og Blönduósi hefðu lagst af.
Ekki hefur enn verið gefð út hvort samhliða þessu verði einnig frestað sameiningu lögregluembætta sem einnig stóð til nú um áramót. Þá stóð til að einn lögreglustjóri yfir fyrir allt Norðurlands.
Ljóst er að verði þeirri sameiningu haldið til streitu mun koma til nýr kostnaður þar sem sýslumenn fara nú þegar með starf lögreglustjóra. Yrði þar til nýtt starf og sparnaðurinn því enginn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.