Sama skíðastjórn

Sigurður Bjarni ásamt dóttur sinni í brekkunni síðasta vetur

Skíðadeild Tindastóls hélt aðalfund sinn síðasta þriðjudagskvöld og  var sitjandi stjórn endurkjörin.

Að sögn Sigurðar Bjarna Rafnssonar formanns deildarinnar var fundurinn átakalítill en margt gagnlegt rætt. Rekstur deildarinnar á síðasta ári gekk vel og mikil fjölgun gesta á svæðið frá árinu þar á undan. –Það er nú svo komið að ef við ætlum að fjölga gestum í framtíðinni, sem við stefnum að sjálfsögðu á, þarf að bæta aðstöðuna og koma upp skíðaskála sem getur tekið við stórum hópum, segir Sigurður sem telur tækifæri núna þegar skíðafélög eru hætt að fara erlendis á skíðaæfingar.

Sigurður segir svæðið eitt það besta sem gerist á landinu, og því til staðfestingar nefnir hann umsögn skíðalandsins sem var við æfingar síðasta vetut í Stólnum. Stefnt verður á vetrarleika eftir áramót en þeir þóttu takast mjög vel síðasta vetur. Viggó Jónsson var endurráðinn staðarhaldari skíðasvæðisins í Tindastól

Stjórn Skíðadeildar Tindastóls er skipuð:

 Formaður: Sigurður Bjarni Rafnsson

Gjaldkeri: Rannveig Helgadóttir

Ritari: Þórunn Elfa Sveinsdóttir

Meðstj.: Margrét Helgadóttir og Hallbjörn Ægir Björnsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir