Sæl er gleymskan

Jóna Fanney Friðriksson

Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarfulltrúi á Blönduósi fer mikinn í pistli sínum á Húna.is og sakar meirihluta bæjarstjórnar Blönduóss fyrir sofandahátt og gleymsku.

 

 

 

Þar segir hún að varla sé til gleymnari bæjarstjórn á landinu en sú sem nú ræður á Blönduósi en þar átelur hún vinnubrögð meirihlutans. Einnig gagnrýnir Jóna Fanney þann launamun sem nefndarmenn á vegum bæjarins verða fyrir en Jóna telur að þeir almennu bæjarbúar sem sitja nefndarfundi fyrir Blönduósbæ fái 66,7% lægri þóknun fyrir vinnu sína og fundarsetu en þeir kjörnu fulltrúar meirihlutans sem eiga sæti í nefndum byggðasamlaganna. Þetta á við hvort sem um er að ræða formenn eða almenna nefndarmenn.

 

Nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir