Sækir um byggingaleyfi milli Dalatúns og Ártúns

radhus4Þórólfur Gíslason hefur sent skipulags- og bygginganefnd fyrirspurn í íbúðarhúsalóð fyrir um 250 fm einbýlishús á einni hæð. Óskar hann í erindi sínu sérstaklega eftir því að fá svar við hvort til greina komið að hluta að opnu svæði milli Dalatúns og Ártúns verði breytt í íbúðahúsalóð.

 

Sé það hægt óskar Þórólfur jafnframt eftir leyfi fyrir byggingu hússins. Nefndin hefur þegar tekið málið fyrir en frestaði afgreiðslu þess þar til  búið verði að  kanna hug íbúa við Ártún og Dalatún til erindisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir