Rúnar Már með fyrsta markið fyrir Val
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
21.06.2010
kl. 11.58
Króksarinn Rúnar Már Sigurjónsson (20) gerði fyrsta mark sitt í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær. Rúnar Már kom inná í hálfleik og var ekki lengi að komast á blað, jafnaði gegn Stjörnunni með skallamarki á 53. mínútu.
Kappinn er þó ekki að skora sitt fyrsta mark í efstu deild því sumarið 2008 gerði hann tvö mörk fyrir HK. Fyrsta markið í meistaraflokki gerði Rúnar Már með Stólunum í 2. deild sumarið 2005 í leik gegn ÍR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.