Króksari markahæstur í Kasakstan
Króksarinn Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er nú markahæstur í úrvalsdeildinni í Kasakstan en hann skoraði bæði mörkin fyrir lið sitt, Astana, í útisigri gegn Ordabasy, 2:1, þegar spilaðar hafa verið sjö umferðir.
Rúnar hefur skoraði fimm mörk í þeim sex leikjum sem hann hefur spilað á tímabilinu og hann var útnefndur maður leiksins hjá Astana í leiknum í gær. Þar var hann jafnframt stigahæstur allra samkvæmt stigaútreikningi og var m.a. með 91 prósent hlutfall heppnaðra sendinga í leiknum, flestar þeirra á vallarhelmingi andstæðinganna.
Nú á fimmtudag tekur Astana á móti Buducnost, meistaraliði Svartfjallalands, í 2. umferð Evrópudeildar UEFA en Astana féll út úr 1. umferð Meistaradeildar Evrópu með ósigri gegn Dinamo Brest í Hvíta-Rússlandi. „Ég er viss um að við vinnum leikinn, það kemur ekkert annað til greina. Við erum með mjög reynt lið og svo erum við á heimavelli sem er okkur í hag. Í heildina erum við með betra lið og þurfum að sýna það á fimmtudaginn,“ segir Rúnar í viðtali á heimasíðu Astana.
Rúnar Már missti af landsleikjum Íslands á dögunum sökum meiðsla.
Heimild: mbl.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.