Rúmlega sjöföldun á SMS sendingum á gamlárskvöld

3G sími

Íslendingar nýttu farsímana vel til þess að koma nýárskveðjum til vina og vandamanna á gamlárskvöld enda sýndu kerfi Símans sjöföldun á SMS sendingum á þriggja klukkustunda tímabili í kringum miðnætti þegar 1. janúar 2010 rann upp.

Miðast þetta við meðaltalsnotkun á laugardagskvöldi. Þá varð ríflega  fjórföldun á fjölda símtala sem hófust í 3G og GSM kerfum Símans. Fjöldi símtala úr farsímakerfum Símans á þessum þremur klukkustundum á gamlárskvöld var um áttatíu þúsund og SMS skilaboðin námu rúmlega 120 þúsund. Þetta mætti því útleggja sem svo að annað hvert mannsbarn á Íslandi ýmist hringi í vini og ættingja á gamlárskvöld eða sendi SMS. Er þetta sambærilegt við notkunina um áramótin 2008-2009, þó ívíð minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir