Rúmar 28 milljónir úr Húsafriðunarsjóði á Norðurland vestra
Alls bárust 232 umsóknir um styrk úr húsafriðunarsjóði árið 2023. Veittir voru styrkir til 207 verkefna. Úthlutað var 308.600.000 kr., en sótt var um ríflega 1,1 milljarð króna. Hæsta styrkinn á Norðurlandi vestra hlaut Silfrastaðakirkja (fimm millj.) sem nú er verið að gera upp á Sauðárkróki en þangað var hún flutt í október 2021. Næst hæsti styrkurinn fór á Blönduós 4,5 m.kr. vegna Pétursborgar og Holtastaðakirkja fékk 4 m.kr.
Friðlýstar kirkjur
Auðkúlukirkja 541 Blönduósi 600,000
Gamla kirkjan á Blönduósi 540 Blönduósi 1,300,000
Hofsstaðakirkja 551 Sauðárkróki 1,000,000
Holtastaðakirkja 541 Blönduósi 4,000,000
Silfrastaðakirkja 561 Varmahlíð 5,000,000
Friðlýst hús og mannvirki
Riishús Borðeyri 500 Staður 1,500,000
Friðuð hús og mannvirki
Áshús Glaumbær 561 Varmahlíð 400,000
Deildardalsrétt Tungufjalli 566 Hofsós 400,000
Gamli læknabústaðurinn 540 Blönduósi 1,200,000
Gamli Spítali Blönduósi 540 Blönduósi 1,000,000
Höfði, gamla íbúðarhúsið 566 Hofsós 1,200,000
Möllershús -Sjávarborg 530 Hvammstanga 200,000
Pétursborg Brimslóð 2-6 540 Blönduósi 4,500,000
Tyrfingsstaðir Tyrfingsstaðir 561 Varmahlíð 2,400,000
Önnur hús og mannvirki
Helgafell Aðalgata 8 540 Blönduósi 400,000
Hús Sigurðar Pálmasonar 530 Hvammstanga 1,500,000
Norðurbraut, vegasjoppa 530 Hvammstanga 1,800,000
Nánar um úthlutunina er hægt að skoða HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.