Röppuðu sig í þriðja sæti
Skagfirsku yngismeyjarnar, Rakel Rósa Þorsteinsdóttir og Inga Margrét Jónsdóttir, nemendur í 8. bekk gerðu sér lítið fyrir um helgina og röppuðu sig í þriðja sæti Rímnaflæðis Samfés.
Á heimasíðu Skagafjarðar segir; -Voru það 12 lið sem öttu kappi í Rímnaflæði en vorum við eina liðið sem var utan að landi, en Rakel Rósa Þorsteinsdóttir og Inga Margrét Jónsdóttir sem eru í 8. bekk gerðu góða hluti upp á sviðinu, salurinn ruggaði hausum, slammaði höndum og létu stelpurnar okkar vel vita af því að þær væru að gera góða hluti, enda kom það á daginn þar sem þær lönduðu 3 sætinu og áttu það svo verulega skilið enda bara flottastar... Sveinn Rúnar Gunnarsson rappaði síðan sigurlagið sitt síðan í fyrra eins og enginn væri morgundagurinn og salurinn trylltist.
Á laugardeginum var síðan haldið upp í Smáralind þar sem fjórar kátar stúlkur voru búnar að hanna Kreppukjólinn í ár, það voru þær Inga Margrét Jónsdóttir, Anna Lilja Sigurðardóttir, Vigdís Sveinsdóttir og Sandra Eiðsdóttir. 66 félagsmiðstöðvar tóku þátt í þessari stórkostlegu fatahönnunarkeppni og stóðu stúlkurnar okkar sig rosalega vel en það var félagsmiðstöðin Óríon frá Hvammstanga sem bar sigur úr bítum þetta árið og viljum við óksa þeim innilega til hamingju.
Það er virkilegt stolt og gleði sem maður ber í hjartanu, við eigum svo ótrúlega magnaða unglinga hérna í Skagafirðinum.
Starfsmenn Hús Frítímans vilja bara óska öllum innilega til hamingju með frábæra helgi og meiriháttar árangur !!!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.