Ríkið verður að koma Byggðastofnun til bjargar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
30.09.2009
kl. 08.29
Byggðastofnun er nú rekin með neikvætt eiginfjárhlutfall upp á 4,74% en eiginfjárhlutfall skal samkvæmt lögum að lágmarki vera 8%. Byggðastofnun hefur því frá því snemma á árinu verið rekin á undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu.
Iðnaðar- og fjármálaráðuneyti hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leita heimilda á aukafjárlögum til þess að tryggja lágmarks eiginfjárhlutfall Byggðastofnunnar. Verði það ekki er ekki öruggt að hægt verði að reka stofnunina áfram í núverandi mynd.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.