Réttað í krónprinsessu stóðréttanna.
Stóðréttir verða í haldnar í krónprinsessu stóðréttanna Víðidalstungurétt laugardaginn 3. október en stóði Víðdælinga verður smalað föstudaginn 2. október. Búist er við miklu fjölmenna á báða þessa viðburði.
Á laugardeginum verður stóðið rekið til réttar klukkan 10 og hefjast þá réttastörf. Klukkan 13 verður uppboð á völdum hrossum. Meðal annars verður boðið upp brúnskjótt hestfolald Unnar frá Blönduósi sem er undan Álfi frá Selfossi og fyrstu verðlauna hryssan Uglu frá Kommu. Þarna er tækifærið að ná sér í framtíðarstóðhest. Þeir hafa ekki verið ófáir stóðhestarnir sem hafa komið frá Kommu á sl. árum
Klukkan 14:30 verður dregið í happdrætti. Allir þeir sem kaupa sér kaffi hjá Kvenfélaginu Freyju fá happdrættismiða í kaupbæti. Fjöldi glæsilegra vinninga þar sem folald er aðalvinningurinn. Ekki dónalegt það.
Á laugardagskvöldið verður stóðréttadansleikur í Víðihlíð þar sem sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson leikur fyrir dansi.
Margir ferðaþjónustustaðir í nágrenninu eru með spennandi tilboð á mat og gistingu þessa helgi. . Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá ferðþjónustuaðilum í Húnaþingi vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.