Reisugildi á sunnudaginn

fnv_smidahopurSumarhúsið sem eldri nemendur Tréiðnadeildar FNV hafa verið að smíða, var reist á sunnudaginn síðasta. Menn komnir til að vinna.

 Sú nýbreytni varð hjá Tréiðnadeild FNV um áramótin síðustu að boðið var upp á nám í tréiðn með vinnu.  Þetta er fyrir nemendur sem hafa náð 20 ára aldri og hafa unnið í byggingavinnu og í þessum hópi eru 16 nemendur sem sjá um byggingu sumarhússin.  Þeir koma 5 helgar og vinna frá kl 15:00 á föstudegi til kl.16:00 á sunnudegi.  

 fnv_smidahopurVerkefnum miðar vel áfram og eru nemendur mjög áhugasamir um að láta verkin ganga vel og er markmiðið að ná sumarhúsinu fokheldu fyrir áramót.  Unnið verður innandyra eftir áramót við að innrétta það. Að sögn Atla Más Óskarssonar rokgengur byggingin enda eru menn komnir til að vinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir