Rakelarhátíðin á Hofsósi á sunnudaginn

Séð yfir Hofsós.

Rakelarhátíðin verður haldin í Höfðaborg Hofsósi sunnudaginn 11. október næstkomandi kl. 14 og er fólk hvatt til að fjölmenna. Björn Björnsson fyrrverandi skólastjóri flytur ávarp og nemendur Grunnskólans á Hofsósi sjá um fjölbreytt skemmtiatriði. Rakel Bryndís Gísladóttir flytur hugleiðingu um nöfnu sína í máli og myndum og hinn frábæri söngvari  Eyþór Ingi Gunnlaugsson syngur nokkur lög.

Kaffiveitingar verða að skemmtun lokinni. Kynnir á hátíðinni verður Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson.

Miðaverð:
Fullorðnir kr. 1.200
Grunnskólanemendur kr. 300.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir