Rækjukokteill og mango fiskréttur

Þessa vikuna eru það mæðgurnar Ásta Rósa Agnarsdóttir og Anna Rún Austmar Steinarsdóttir sem bjóða okkur upp á ljúffengt sjávarfang og Tiramisú í eftirrétt.

Forréttur
Rækjukokteill

  • 250 gr rækjur
  • Hálfdós ananaskurl
  • 2 msk majones
  • 2 dl þeyttur rjómi
  • 2 msk tómatsósa
  • ½ tsk Franskt sinnep
  • Sítrónupipar

Hita rækjur upp að suðu, kæla, sigta og blanda saman við ananaskurlið. Setja rækjurnar í 4 staup. Hræra saman majones, þeyttum rjóma, tómarsósu og sinnepi. Kryddað með sítrónupipar eftir smekk. Hellið sósunni yfir rækjurnar og berið fram kalt. Hægt er að hafa afganginn af sósunni til hliðar ef einhver vill meiri sósu , gott að hafa ristað brauð með.

Aðalréttur
Mango fiskréttur

  • 1 laukur
  • 1 paprika græn
  • 50 gr smjör
  • 150 gr rækjur
  • 100 gr rjómaostur
  • 2 msk majones
  • 2 msk mango chutney
  • 1 tsk karrý
  • 2 msk ananassafi
  • Fiskur eftir smekk

Byrja á því að svissa laukinn og paprikuna í smjörinu. Setja svo rækjurnar, rjómaostinn, majonesið, mangóið, karrýið og ananassafann út á pönnuna og blanda vel saman svo úr verði góð sósa. Raðið fiskibitum í smurt eldfast mót og hellið sósunni yfir. Stráið rifnum osti yfir og setjið inn í ofn við 180°c í c.a. 20-30 mín. Borið fram með hrísgrjónum og góðu brauði.

Eftirréttur
Tiramisú

  • 24 Ladyfingers (kex) eða
  • 2 hrærðir tertubotnar
  • 2 bollar espresso kaffi ( kælt )
  • 6 eggjarauður
  • 6 msk sykur
  • 500 gr rjómaostur (mascarpone)
  • ½  dl rjómi
  • 250 gr súkkulaðispæni

Dýfið kexinu í  kaffið, passa að það sé ekki of blautt né of þurrt (ef notaðir eru botnar eru þeir skornir út eftir mótinu sem nota á og kaffi dreypt vel yfir). Hrærið eggjarauður og sykur þar til hræran er orðin létt og ljós. Hrærið rjómaostinn mjúkan með rjómanum og blandið eggjahrærunni saman við rjómahræruna. Leggið helminginn af ladyfingers kexinu í botninn á glermóti (eða annan tertubotninn), stráið helmingnum af súkkulaðinu yfir. Setjið helminginn af hrærunni yfir kexið í mótinu, raðið þá kexi (hinn tertubotninn, kaffibleyttann), súkkulaði, síðan því sem eftir er af rjómaostahrærunni. Sigtið kakó vel yfir allt. Látið standa í 2-3 klst. áður en borið er fram. Svo er líka gott að blanda kaffið með  captain morgan, kahlua eða einhverjum góðum líkjör.

Verði ykkur að góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir