Powerade-bikarinn framundan
Tindastóll hefur leik í Powerade-bikarnum á miðvikudaginn í næstu viku. Þá verður leikið gegn Breiðabliki í Smáranum.
Leikurinn hefst kl. 19.15 og má segja að þetta sé fyrsti alvöru leikur tímabilsins.
Fyrirkomulag Powerade-bikarsins er þannig að fjögur efstu liðin í deildinni sitja yfir í fyrstu umferð, en átta þau næstu leika um önnur fjögur sæti í 8-liða úrslitunum. Staða liðanna frá síðasta Íslandsmóti ræður síðan leikjaniðurröðuninni og hvaða lið fá heimaleiki. Þannig lendir Tindastóll í útileik gegn Breiðabliki þar sem Blikar urðu ofar í deildinni.
Sigurvegari í viðureign Tindastóls og Breiðabliks mætir KR-ingum í DHL-höllinni laugardaginn 26. september.
Aðrar viðureignir í Powerade-bikarnum eru þessar:
Stjarnan-Hamar
Njarðvík-Fjölnir
og ÍR-FSu
/Tindastóll.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.