Pókermót í Félagsheimilinu á Blönduósi

pókerNæstkomandi föstudagskvöld 4. desember munu nokkrir pókeráhugamenn standa fyrir Pókermóti í Félagsheimilinu á Blönduósi en spilað verður svokallað Texas Hold'em og þurfa þátttakendur að greiða 2500 krónur til þess að geta tekið þátt í mótinu.

Mæting til móts er kl. 19:00 og mótið á að hefjast kl. 19:30 stundvíslega. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt, þurfa að skrá sig á www.kjalfell.is/poker.htm. Þátttökugjaldið er 2.500 kr. sem þarf að greiðast á staðnum með reiðufé.  Þátttökugjaldið er vinningsféð og skiptist á efstu menn, þannig að það er möguleiki á að vinningsféð fari yfir 100.000 kr. Allir eru velkomnir, aldurstakmarkið er 18 ára en ef áhuginn verður mjög mikill þá verður fjöldinn takmarkaður við ca. 40 manns og þá munu þeir fyrstu sem hafa skráð sig fá þátttökurétt, þannig að það borgar sig að drífa í að skrá sig.

Spilað verður Texas Hold‘em sem flestum er vel kunnugt. Félagsheimilið verður opið fyrir forvitna á meðan á mótinu stendur og barinn opinn.  Áætlað er að það taki um 6 klst að finna sigurvegara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir