Pókermót á Blönduósi

Næsta mánudagskvöld verður haldið pókermót á Hótel Blönduósi þar sem spilað verður í mótaröð sem heitir Skrefin 6. Pókeráhugamenn úr Húnavatssýslum og Skagafirði hvattir til þátttöku.

Mótið Skrefin 6 er haldið af nafnlausum pókerlúbbi á Blönduósi í samstarfi við Pókerklúbbinn 53.is.  Mótið snýst um að vinna sig upp frá Skrefi 1 í Skref 6 þar sem vinningar eru mjög vænlegir.  Það kostar 1.000kr að vera með í Skrefi 1 en það er hraðmót sem verður spilað nokkrum sinnum fram á kvöld.  Allar upplýsingar er að finna HÉR.

Mótið hefst klukkan 20.00 á Hótel Blönduósi og allir velkomnir, skráning á staðnum.

Laugardaginn 17. apríl verður haldið stærra pókermót á Hótel Blönduósi þar sem spilaður verður Texas Hold‘em Freezout.  Gert er ráð fyrir töluverðum fjölda á mótið og ráðleggja keppnihaldarar fólki að skrá sig sem fyrst því einungis 40 manns komast að.

Skráning og upplýsingar eru HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir