Pétur Rúnar, afmælisbarn dagsins, leikur með íslenska körfuknattleiksliðinu í kvöld
Körfuboltakappinn í Tindastól, Pétur Rúnar Birgisson, fagnar 24 ára afmæli sínu í dag á leikdegi íslenska landsliðsins sem etur kappi við landslið Kosovo í Pristhina og fékk hann að sjálfsögðu afmælisköku í tilefni dagsins. Leikurinn markar upphaf liðsins í forkeppni að undankeppni HM 2023 og verður í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 18.
Hann á afmæl´í dag, hann á afmæl´í dag, hann á afmæ´ann Pétur … Mynd: FB-síða KKÍ.
Við vonum að sjálfsögðu að þessi tímamótadagur boði happ fyrir íslenska liðið og allir hvattir til að senda góða strauma yfir hafið. Annar Skagfirðingur verður í eldlínunni í kvöld, Sigtryggur Arnar Björnsson, lykilmaður í liði Grindavíkur.
Fyrsti heimaleikur forkeppninnar og annar leikur liðsins í keppninni fer svo fram gegn Slóvakíu í Laugardalshöllinni nk. sunnudag 23. febrúar kl. 20:00.
Leikirnir eru mjög mikilvægir í upphafi forkeppninnar en tvö efstu liðin í riðlinum, þegar þau hafa leikið heima og að heiman, fara áfram í sjálfa undankeppnina fyrir HM 2023 sem hefst sumarið 2021. Næstu leikir fara fram í nóvember 2020 en þá verða tveir heimaleikir á dagskránni og svo tveir útileikir í febrúar 2021 alltaf eru leiknir tveir leikir í hverjum glugga. Með liðunum leikur einnig í riðlinum lið Lúxemborgar.
Til hamingju með daginn Pétur Rúnar og áfram Ísland!
Tengd frétt: Tveir Skagfirðingar í landsliðshópnum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.