Pastaréttur og tvær kökur

Kristjana og Steingrímur buðu upp á uppskriftir af pastarétti og tveimur gómsætum kökum í uppskriftaþætti Feykis sumarið 2012.
Kristjana og Steingrímur buðu upp á uppskriftir af pastarétti og tveimur gómsætum kökum í uppskriftaþætti Feykis sumarið 2012.

Þau Kristjana Björk Gestsdóttir og Steingrímur Kristinsson frá Blönduósi voru matgæðingar Feykis sumarið 2012.
Þau buðu upp á uppskriftir af pastarétti og tveimur kökum sem eru í miklu uppáhaldi þeim. 

Pastaréttur
  • pasta
  • skinka
  • paprika
  • pylsur
  • beikon
  • rjómi

Sjóða pastað í 10 mínútur. Skera niður skinku, papriku, pylsur og beikon. Setja saman á pönnu: pastað, skinkuna, pylsurnar, beikonið og paprikuna. Hella svo rjóma saman við, hræra vel og leyfa þessu að malla í 5 mínútur og þá er þetta tilbúið. Lækka hitann þegar rjóminn er komin saman við.


Piparmyntuterta
  • 4 egg
  • 1 bolli sykur
  • 1 ½ bollar kókosmjöl
  • ½ bolli döðlur
  • ½ bolli hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 100 gr suðusúkkulaði
  • piparmyntusúkkulaði
  • peli rjómi

Blandið öllu saman og setjið í tvö form. Þeytið pela af rjóma brytjið piparmyntusúkkulaði og blandið við rjómann og setjið á botninn daginn áður en tertan er borin fram. Setjið súkkulaði yfir að endingu. Kakan er bökuð í 20 mínútur á 180°C.

Döðlu-hnetu og súkkulaðiterta
  • 4 egg
  • 1 bolli sykur
  • 1 ½ bolli möndlur
  • 1 ½ bolli döðlur
  • 1 stk suðusúkkulaði
  • ½ bolli hveiti
  • 1 tsk lyftiduft

Eggin og sykurinn eru þeytt vel saman og svo hinu blandað saman, smátt brytjuðu. Sett í tvö form. Þeyttur rjómi og bananar sett á milli. Bakað í 20 mínútur á 175°C.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir