Papa Diounkou Tecagne framlengir hjá Kormáki Hvöt en Acai á förum

Kormákur Hvöt heldur áfram að þétta raðirnar og mynda lið fyrir sumarið og með mikilli ánægju tilkynnti aðdáendasíða Kormáks Hvatar á Facebook-síðu sinni að hinn sókndjarfi varnarmaður Papa Diounkou Tecagne og stjórn meistaraflokksráðs hafi náð saman um að framlengja samning hans yfir leiktíðina.

„Í fyrra lék Papa 20 leiki í deild með Kormáki Hvöt eftir að hafa leikið með Fjarðabyggð í 2. deildinni árið á undan. Papa var einn af okkar allra bestu leikmönnum í fyrra og gladdi augu aðdáenda oft með hröðum sprettum sínum upp völlinn, þar sem hann olli almennum usla og skapaði hættu. Ein slík hætta er einmitt á myndinni hér með, þar sem hann sprengdi upp varnir Sindra frá Hornafirði og átti að fá víti eins og myndir sanna. Húnvetningar eru enn að klóra sér í kolli yfir þeim dómi. Velkominn aftur Papa!“

Acai Elvira í Árbæinn

En það eru ýmsar vendingar í boltanum þegar leikmannaglugginn stendur galopinn og segir frá því á síðu aðdáenda Kormáks Hvatar að Acai Elvira hafi söðlað um og gengið til liðs við nýliðana í Árbær og þakkar Aðdáendasíðan honum góðar stundir. Í desember var sagt frá því að hann hafi ákveðið að framlengja samning sinn við Kormák Hvöt út leiktímabilið 2023. Alls lék Acai 41 leik í bleiku og skoraði í þeim tvö mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir