Óskar Páll og Bubbi með lag saman í Söngvakeppni Sjónvarpsins
Nú eru nokkrir mánuðir síðan Ísland sigraði Júróvisjón örugglega með því að tryggja sér annað sætið í Moskvu með hinu skagfirsk ættaða Is It True sem var nú á haustdögum valið besta Júróvisjónlag aldarinnar á einhverri Júróvisjón-netsíðunni. Í gær kynnti RÚV hverjir eiga lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins og þar á meðal er sjálfur Óskar Páll Sveinsson sem semur lag og texta í félagi við Bubba nokkurn Morthens.
Óskari Páli var boðið að taka þátt í keppninni og þurfti því ekki að senda lag sitt og Bubba fyrir dómnefnd. Fimm lög keppa í senn í beinni útsendingu frá myndveri Sjónvarpsins 9., 16. og 23. janúar. Áhorfendur velja með símakosningu þau lög sem komast áfram í úrslitaþáttinn, sem fer fram laugardagskvöldið 6. febrúar. Lagið sem ber sigur úr býtum verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Noregi í maí á næsta ári.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.