Örn kennir golf í sumar

Örn Sölvi Halldórsson hefur verið ráðinn til að sinna golfkennslu hjá Golfklúbbi Sauðárkróks í sumar. Eins og margir vita þá er Örn Sölvi margfaldur klúbbmeistari GSS. Hann hefur undanfarið verið við golfkennslu hjá ProGolf í Reykjavík ( Básum ). 

Undanfarin ár hefur hann unnið í afreksstarfi unglinga hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, liðsstjóri í sveitakeppnum unglinga GR og einnig liðsstjóri unglingalandsliða. Þá hefur hann einnig orðið Íslandsmeistari með GR í sveitakeppnum.

Það er mikill fengur fyrir Golfklúbb Sauðárkróks að fá Örn Sölvi til liðs við sig.  Hann mun einnig hafa umsjón með unglingastarfi klúbbsins ásamt Árna Jónssyni, sem að var einmitt með unglingastarf GSS til fjölda ára.

Örn Sölvi mun koma nokkrum sinnum á Krókinn í sumar og vera með almenna golfkennslu og fyrsta heimsóknin hjá honum er einmitt núna í lok vikunnar eða föstudaginn 4.júní og til og með mánudeginum 7.júní.  Hægt er að panta tíma hjá Hirti Geirmundssyni í síma 8217041 eða hjortur@fjolnet.is

Félagar í Golfklúbbi Sauðárkróks vilja hvetja alla núverandi og verðandi kylfinga til að nýta sér þetta tækifæri nú í sumarbyrjun. Nú er einmitt rétti tíminn til að taka golfsveifluna föstum tökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir