Örlagastund hjá Tindastól á morgun
Meistaraflokkur Tindastóls í knattspyrnu heldur til Grenivíkur á morgun þar sem liðið mætir Magna í leik sem fyrir bæði lið er nánast upp á lif eða dauða. Eða í það minnsta sæti í deildinni. Staða Stólanna er ekki björt en hins vegar ef önnur lið misstíga sig á lokasprettinum og Tindastóll vinnur þá getur allt gerst.
Á morgun laugardag kl. 14:00 tekur Magni á móti Tindastóli á Grenivík og er sá leikur er afar mikilvægur fyrir bæði liðin.
Staðan er nú þessi:
10.sæti Magni 19 stig
11.sæti Hamar 19 stig
12.sæti Tindastóll 17 stig
Magni á eftir tvo leiki:
Magni - Tindastóll
Grótta - Magni
Hamar á eftir tvo leiki:
BÍ/Bolungarvík - Hamar
Hamar - Víðir
Tindastóll á eftir tvo leiki:
Magni - Tindastóll
Tindastóll - Hvöt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.