Örlagaleikur hjá Tindastóli gegn Hvöt

tindastollhvot

 

Það verður sannkallaður nágrannaslagur á morgun þegar Tindastóll og Hvöt mætast í lokaumferð 2. deildar í knattspyrnu. Leikurinn gæti ráðið úrslitum um veru Tindastóls í deildinni að ári.

Með sigri Tindastóls heldur liðið sér uppi í 2. deild en tapi það leiknum er hætta á að það falli niður í þá þriðju og þurfa að reiða sig á hagstæð úrslit hjá Hamri og Magna en tvö lið munu falla. Hamar er með 20 stig, jafnmörg og Tindastóll en með verra markahlutfall. Magni situr hins vegar á botninum með 19 stig.

 

Hvöt siglir sléttan sjó í 4. sæti deildarinnar með 32 stig, jafnmörg og BÍ/Bolungarvík en næsta lið fyrir ofan er Reynir Sandgerði með 38 stig þannig að Hvöt kemst ekki hærra í deildinni. –Við spilum upp á stoltið þó við mætum með vængbrotið lið, segir Kári Kárason hjá Hvöt en marga af lykilmönnum liðsins vantar á morgun. -Muamer er farinn heim, Stefán Hafsteins er á landsliðsæfingu og aðrir farnir í nám, segir Kári. Hvernig sem leikurinn fer hjá Hvatarmönnum á morgun er árangur þeirra í deildinni gríðarlega góður og honum fagna þeir í Sjálfstæðishúsinu á Blönduósi annað kvöld.

 

Tindstælingar reka upp heróp og kalla á alla Skagfirðinga að koma á völlinnog veita þeim allan þann stuðning sem hægt er að veita þeim.

 

Leikurinn hefst kklukkan 14.00 og er frítt á völlinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir