Opið hús í Listamiðstöð
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
21.10.2009
kl. 12.19
Á morgun, fimmtudaginn 22. október, heldur Listamiðstöðin Nes á Skagaströnd Opið hús þar sem fólki gefst kostur á að koma í heimsókn, skoða listaverk og verk í vinnslu, spjalla við listamennina og eiga góða stund saman.
Listamiðstöðin hefur í lok hvers mánaðar boðið upp á þennan möguleika að fólk geti kynnst þeim listamönnum sem dvelja á Skagaströnd og spyrja þá um listina sem þeir vinna að eða upplifun þeirra af íslenskri náttúru eða dvölina í fámenninu norður á hjara veraldar.
Húsið verður opið milli klukkan 20-22 og allir velkomnir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.