Opið hús í Apótekarastofunni á Blönduósi í dag

Hótel Blönduós. Mynd: Róbert Daníel.
Hótel Blönduós. Mynd: Róbert Daníel.

Hótel Blönduós verður með opið hús í Apótekarastofunni, nýjustu viðbót í rekstri hótelsins, í dag milli klukkan 17 og 20 þar sem boðið verður upp á kaffi og kleinur. „Apótekarastofan er gamla apótekið í Gamla bænum á Blönduósi og er á Aðalgötu 8. Við verðum þar með sælkerabúð og kaffihús,“ segir á Facebook-síðu hótelsins.

„Seinna um kvöldið, frá 20:00-23:00, verður síðan viðburður sem ber heitið Hitað upp fyrir Prjónagleði þar sem verður prjónað, spjallað og hitað upp fyrir Prjónagleðina sem byrjar formlega á föstudaginn.“

Stutt er síðan opnunarteiti Hótels Blönduóss fór fram en þá heimsóttu fjölmargir hótelið enda mikið um dýrðir, eins og segir í frétt Feykis þann 15. maí sl.

Þann 21. júní verður brasilísk og íslensk karnivalstemning í Apótekarastofunni kl. 21 þegar boðið verður upp á tónleika með brasilíska gítarleikaranum Ife og hinum íslenska saxófónleikara Óskari Guðjónssyni en nánar er hægt að fræðast um þann viðburð HÉR

Allir eru hvattir til að mæta á Apótekarastofuna og kynna sér hvernig til hefur tekist í endurbótum í gamla bænum á Blönduósi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir