Opið hús hjá Nes Artist Residency á sunnudaginn

Listafólkið lífgar upp á mannlífið á Skagaströnd allt árið um kring, Hér er hópur listafólks sem dvaldi á Nesi 2021. MYND: NES
Listafólkið lífgar upp á mannlífið á Skagaströnd allt árið um kring, Hér er hópur listafólks sem dvaldi á Nesi 2021. MYND: NES

Listamiðstöðin Nes á Skagaströnd stendur fyrir opnu húsi síðdegis á sunnudaginn og hvetur fólk til að brjóta upp daginn sinn og kíkja í heimsókn á vinnustofu listamannanna sem nú dvelja hjá þeim og sjá að hverju þessi fjölbreytti hópur er að vinna.

Vicki O'Shea, framkvæmdastjóri Nes Artist Residency á Skagaströnd, þá er allt komið í eðlilegt horf hjá Nesi síðan Covid setti strik í reikninginn eins og víða. „Við erum með 9-12 listamenn í hverjum mánuði,“ segir hún og bætir við að nú þegar sé búið að bóka meira en 60% á næsta ári. „Í þessum mánuði erum við með málara, myndskáld, ljósmyndara rithöfunda, myndband og tónlistarmenn,“ segir Vicki og hvetur fólk til að mæta.

Vinnustofan verður opin á sunnudag frá kl. 16-18 og eru allir velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir