Opið hestaíþróttamót í Skagafirði 8.-9. maí á Hólum
Héraðsmót UMSS í hestaíþróttum verður haldið á Hólum 8.-9. maí. Mótið byrjar kl 14.00 og knapafundur er kl. 13.00. Keppt verður í eftirfarandi keppnisgreinum.
Fjórgangur (V1)
Ungmenni og fullorðnir
Tölt (T1)
Ungmenni og fullorðnir
Slakatauma tölt (T2) (einn flokkur)
Fimmgangur (F1) (einn flokkur)
Gæðingaskeið (PP2) (einn flokkur)
100 metra skeið
Léttur fjórgangur (V5)
Börn
Unglingar
Eldri
Létt tölt (T7)
Börn
Unglingar
Eldri
Skeiðkappreiðar voru haldnar s.l. miðvikudag 6. maí á Léttfetavellinum á Sauðárkróki og stjórnaði skeiðfélagið Kjarval því.
Allar þessar keppnisgreinar eru samkvæmt FIPO.
Tvær nýjar greinar eru á mótinu, fjórgangur V5 og tölt T7, og koma þær í staðinn fyrir fjórgang og tölt í öðrum flokki. Börn og unglingar mega keppa upp fyrir sig í T1 og V1.
Stutt lýsing á verkefnum greinanna:
V5:
Frjáls ferð á tölti
Hægt til milliferðar brokk
Milliferðar fet
Hægt til milliferðar stökk
T7:
Hægt tölt – hægja skal niður á fet og skipta um hönd
Frjáls ferð á tölti
Í báðum keppnisgreinunum (V5 og T7) verða tveir keppendur inni á vellinum í einu og riðið eftir þul. Því þarf að taka fram upp á hvora hönd skal ríða. Í fyrsta flokki er einn keppandi inná vellinum í einu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.