Ók á ljósastaur

arekstur_varmahlid (4)Eldri maður slapp án teljandi meiðsla er hann ók á ljósastaur við gatnamótin fyrir neðan Varmahlíð nú um hádegisbilið í dag.

Svo virðist sem ökumaður hafi misst bílinn út í snjóþungan vegarkantinn og ekki náð að koma honum aftur upp á veginn með þeim afleiðingum að bíllinn endaði á ljósastaur. Maðurinn slapp án teljandi meiðsla en var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki til frekari skoðunar. Bíllinn skemmdist nokkuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir