Óhapp í flúðasiglingum í skoðun

maelifellshnjukurSagt er frá því á Mbl.is að Siglingastofnun sé með til skoðunar viðbrögð við alvarlegu óhappi í flúðasiglingum niður Austari-Jökulsá í Skagafirði á dögunum, þegar maður á fimmtugsaldri örmagnaðist í flúðunum og var nærri drukknaður.

 

Þórhildur Elín Elínardóttur upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar segir á Mbl.is í morgun að verið sé að fara yfir málið. Að baki leyfisveitingu fyrir flúðasiglingar liggja m.a. verklagsreglur. Hún segir jafnframt að Siglingamálastofnun hafi fengið spurnir af atvikinu, rætt við forsvarsmenn fyrirtækisins og málið sé til skoðunar hjá stofnuninni í samvinnu við Vinnueftirlitið.

 

 Niðurstaða er ekki fengin en væntanlega verður eitthvað hnykkt á þessum verklagsreglum,“ segir Þórhildur en umræddar verklagsreglur fyrir flúðasiglingafyrirtæki snúa m.a. að viðbrögðum við óhöppum, aðbúnaði og öryggisviðbúnaði á staðnum og hvaða kunnáttu starfsmenn þurfa að búa yfir. Siglingastofnun gefur út starfsleyfi fyrir flúðasiglingar en aðeins eru þrjú fyrirtæki starfandi á þessu sviði í landinu; tvö í Skagafirði og eitt á Suðurlandi.

 

/Mbl.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir