Öfugsnúin veðrátta

Náið samband við hélaðann ljósastaur er í öllum tilvikum óráðlegt.

Feykir.is fékk ábendingu frá glöggum lesanda að margt er orðið öfugsnúnara í þessu landi en áður og þá erum við ekki síst að tala um veðrið núna skömmu fyrir jól.

Lesandinn segist  kíkja oft á veðurspána í gegnum Feyki.is og eru kortin núna einkar athyglisverð. Föstudagskvöld n.k. kl. 00 er spáin 9 gráðu frost á Bergstöðum og 2 gráðu hiti á Nautabúi. Sólarhring seinna er spáin 6 gráðu frost á Bergstöðum og 0 gráður á Nautabúi. Sunnudagskvöld kl. 00 er spáin 8 gráðu frost á Bergstöðum og 1 gráðu frost á Nautabúi.

-Er gamla kenningin með meira frost inn til landsins orðin öfugsnúin eða er þetta bara í anda nútímans með að allt eigi að vera öfugt miðað við það sem var. Ég bíð spenntur eftir að sjá hvort þessi spá gengur eftir en þá er mikið breytt í honum Skagafirði.

Sérkennilegt veðurfar hefur þó verið undanfarna daga því oft hefur kólnað þegar birtir af degi og frystir en á kvöldin þegar dimmt er hefur svo hlánað. T.d. í gær frysti svo úr varð hálka og allar rúður á bílum frusu, en um kl 21 eða þar um bil þiðnaði upp og sl. nótt var hiti og þýtt á jörð fram á morgun, en þegar líða fór á morguninnn lækkaði hitinn og fraus á jörð. Kenningin um að sólar njóti á víst ekki við á þessum árstíma, en mikið sem tíðin er búin að vera góð og haustblíðan búin að vara í fjölda vikna, segir þessi ágæti lesandi.

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir