Ófrítt Fréttablað á landsbyggðinni

DV.is segir frá því að erfiðleikar í rekstri Fréttablaðsins, sem hingað til hefur verið hægt að næla sér í á bensínstöðvum og völdum verslunum á landsbyggðinni án endurgjalds, valda því að nú verður landsbyggðarfólki (nema Akureyringum) gert að greiða fyrir blaðið.

Aðeins íbúar höfuðborgarsvæðisins, jaðarsvæða þess og Akureyrar fá blaðið sent heim frítt. Annarsstaðar á landsbyggðinni gefst fólki kostur á að verða áskrifendur fyrir tæplega 3000 krónur á mánuði, vilji þeir fá blaðið heimsent. Þeim verður einnig gefinn kostur á því að kaupa blaðið í lausasölu á bensínstöðvum og kannski víðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir