Öflugt ræktunarstarf í sauðfé að skila árangri
Niðurstöður úr sauðfjárskoðun á liðnu hausti í Skagafirði voru kunngerðar fyrir skömmu. Lömbin komu vel út að þessu sinni, meðaltal ómvöðva það mesta til þessa sem og lærahold og nýtt met í þykkt bakvöðva kom í ljós.
Sigahæsti lambhrúturinn var eins og undan farin ár frá Syðra Skörðugil , heimaalinn þar og hlaut hann 89 stig. Næstur var hrútur frá Stóru-Ökrum 1 undan sæðingarstöðvarhrútnum Kveik með 88 stig og með sama stigafjölda var lamb frá Brúnastöðum í Fljótum undan Fannari frá Ytri-Skógum. Þessi hrútur reyndist hafa mesta bakvöðva sem mældur hefur verið á lambi í Skagafirði eða 42 mm. og hlaut 10 í einkun fyrir bakhold. Tveir lambhrútar fengu 19 í lærastig en meðaltalið á þeim 837 sem skoðaðir voru var 17.3 og 28.5 í bakvöðva þykkt. Alls voru skoðaðar 5.233 gimbrar og meðaltal bakvöðva var 26.8 og lærastiga var 17.1 hvortveggja það hæsta sem mælst hefur verið til þessa. Hundrað og fimmmtíu veturgamlir hrútar voru leiddir til dóms. Þar stóð efstur Straumur frá Helgustöðum undan Hyl frá Hesti með 87 stig. Annar í röðinni var Kaldbakur frá Syðra-Skörðugili undan heimhrútnum Kaldalóns með 86.5 stig og þriðji í röð var Stori-Brand frá Halldórsstöðum undan Garp frá Smáhömrum einnig með 86.5 stig. ÖÞ:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.