Nýtt rafmagnsverkstæði á Hofsósi
Bifreiðaverkstæðið Pardus á Hofsósi hefur aukið við þjónnustu sína en fyrir helgi opnuðu þeir rafmagnsdeild sem mun bjóða upp á alla almenna rafvirkjavinnu. Einn maður er í fullu starfi og tveir í hlutastörfum.
-Við munum sjá um þessa hefðbundnu rafvirkjavinnu, lagnir og viðgerðir, segir Garðar Jónsson rafvirki. –Svo eru tölvulagnir og öryggislagnir en við munum bjóða upp á öryggismyndavélakerfi frá Sölukerfum.
Hugmyndin að rafmagnsdeildinni kviknaði í ágúst og að sögn Garðars var farið að vinna í því að fá öll tilskilin leyfi. Nokkrar breytingar verða gerðar á húsnæði Pardus en reynt verður að halda öllum kostnaði sem lægstum. –Þetta fellur vel að þeirri starfssemi sem fyrir er því getum samnýtt starfsmenn með bílaverkstæðinu, segir Garðar og enginn kreppuhugur er í honum. –Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.